Fara beint í Meginmál

Aðalsteinn Leifsson hættir sem stjórnarformaður 1. október 2013

Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hefur beðist lausnar  frá 1. október vegna fyrirhugaðra flutninga til útlanda um áramótin. Aðalsteinn mun taka við starfi á vegum EFTA og verður forstöðumaður fyrir skrifstofu framkvæmdastjóra samtakanna í aðalstöðvum þeirra í Genf.

Margrét Einarsdóttir, lektor í lagadeild HR og varaformaður stjórnar, mun taka við sem stjórnarformaður  Fjármálaeftirlitsins þangað til gengið verður frá skipan í stöðuna.