Að fengnum ábendingum hóf Fjármálaeftirlitið í lok árs 2012 athugun á innheimtustarfsemi Dróma hf. Athugunin beindist að því hvort innheimta Dróma hf., annars vegar á lánum í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ)/Hildu ehf. og hins vegar á lánum í eigu Frjálsa hf., félli undir 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og krefðist innheimtuleyfis.
Sáttargerð vegna innheimtustarfsemi Dróma hf.
ATH: Þessi grein er frá 12. nóvember 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.