Meginmál

Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með skuldabréfaflokkinn FAST-1 12 1

ATH: Þessi grein er frá 14. nóvember 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með skuldabréfaflokkinn FAST-1 12 1 á Nasdaq OMX Iceland hf. í ljósi þess að óvissu varðandi veðsetningu skuldabréfanna hefur verið aflétt. Fjármálaeftirlitið vísar til eftirfarandi tilkynningar FAST-1 slhf. til frekari upplýsinga:

https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=581760&lang=is

Viðskipti höfðu verið stöðvuð þann 8. nóvember þar sem skuldabréfaflokkurinn uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar voru til töku til viðskipta. Sjá má eldri tilkynningu um stöðvun viðskiptanna hér:

http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/1976