Meginmál

Drög að leiðbeinandi tilmælum um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar

ATH: Þessi grein er frá 15. nóvember 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Í kjölfar setningar reglna um stórar áhættuskuldbindingar, nr. 625/2013, hefur Fjármálaeftirlitið gefið út umræðuskjal nr. 4/2013 sem inniheldur drög að leiðbeinandi tilmælum um mat á tengslum aðila vegna sömu reglna.

Í umræðuskjalinu er byggt á drögum að leiðbeinandi tilmælum um sama efni sem gefin voru út sem umræðuskjal nr. 7/2011, en efnið hefur verið endurskoðað samhliða setningu reglna nr. 625/2013. Umræðuskjal nr. 4/2013 inniheldur einnig nokkrar viðbætur við umræðuskjal nr. 7/2011. Fjármálafyrirtækjum gefst kostur á að gera athugasemdir við drögin. Þess er óskað að athugasemdir verði sendar Fjármálaeftirlitinu ekki síðar en 6. desember nk.