Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlits er komið út. Í þessu eintaki er meðal annars fjallað um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða, hækkandi lífaldur og þar með auknar skuldbindingar lífeyrissjóðanna. Enn fremur er í blaðinu samantekt um stöðu íslenska bankakerfisins í samanburði við bankakerfi á meginlandi Evrópu. Að lokum eru nokkur lykilatriði úr Basel III sett í samhengi við CRD IV.
Þetta er þriðja og síðasta tölublað Fjármála á árinu.
Nýtt tölublað Fjármála komið út
ATH: Þessi grein er frá 26. nóvember 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.