Meginmál

Greiðslujöfnuður við útlönd janúar-september 1997

ATH: Þessi grein er frá 1. desember 1997 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 1,8 milljarða króna halliá viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja fjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrravar hallinn 0,8 milljarðar króna. Fjármagnsútstreymi nettó mældist um 4milljarðar króna vegna erlendra verðbréfakaupa, bættrar erlendrar stöðuinnlánsstofnana og endurgreiðslna á erlendum lánum ríkissjóðs. GjaldeyrisforðiSeðlabankans minnkaði um 3,8 milljarða króna og nam 30,3 milljörðum króna í lokseptember.

Á fyrstu níu mánuðum ársins var viðskiptahallinn 4,9 milljarðarkróna samanborið við 4,6 milljarða króna halla á sama tímabili í fyrra.Fjármagnshreyfingar til og frá landinu einkenndust af auknu gjaldeyrisútstreymivegna verðbréfakaupa en á móti kom innstreymi af beinni fjárfestingu erlendraaðila á Íslandi og erlendum lántökum innlánsstofnana. GjaldeyrisforðiSeðlabankans minnkaði um 0,7 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins.

Taflan sýnir samandregið yfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd. Ítarlegarupplýsingar um greiðslujöfnuðinn verða birtar í desemberhefti Hagtalnamánaðarins.

Nr. 33/1997

1. desember 1997