Meginmál

Breytingar á stjórntækjum Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 27. febrúar 1998 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Um nokkurt skeið hefur Seðlabanki Íslands undirbúið breytingar á stjórntækjumsínum í peningamálum. Tilgangurinn hefur verið tvíþættur, annars vegar aðsamræma starfsskilyrði og aðgang lánastofnana að fyrirgreiðslu í Seðlabankanumog hins vegar að samræma starfsskilyrði innlendra lánastofnana og lánastofnana áEvrópska efnahagssvæðinu. Breytingarnar sem munu taka gildi í áföngum á næstuþremur mánuðum ná til bindiskyldu, lausafjárkröfu og ýmissa fyrirgreiðslu- oginnlánsforma Seðlabankans. Við undirbúning þeirra hefur verið höfð hliðsjón afvæntanlegum starfsháttum Seðlabanka Evrópu sem stofnaður verður um mitt árið.Þegar liggur fyrir stefnumótun Peningastofnunar Evrópu (EMI) um meginatriðistefnunnar í peningamálum og stjórntæki Seðlabanka Evrópu þegar Myntbandalagiðverður formlega stofnað.

Helstu breytingar sem koma til framkvæmda 1. mars eru eftirfarandi:

· Reglur um lausafjárhlutfall innlánsstofnana falla úr gildi.

· Komið verður á vikulegum uppboðum í endurhverfum viðskiptum til 14daga í stað viðskipta þegar innlánsstofnun þóknast. Öll ríkistryggð verðbréf oginnstæðubréf Seðlabankans verða tekin gild í endurhverfum viðskiptum í staðaðeins ríkisvíxla til þessa.

· Innstæðubréf til 14 daga verða til sölu áuppboðum þegar Seðlabankinn telur þörf á að binda lausafé. Beinni söluinnstæðubréfa til 45 daga verður hætt en áfram verða til sölu 90 daga bréfSeðlabankans.

· Nýtt fyrirgreiðsluform við bindiskyldar stofnanir verðursett á laggirnar, svonefnd daglán. Gegn þeim tekur Seðlabankinn veð íríkistryggðum verðbréfum í eigu lánastofnana.

Nýjar reglur um bindiskyldu taka gildi 1. apríl nk. og fyrsti útreikningurbindiskyldu samkvæmt þeim verður 21. maí. Bindigrunnurinn verður stækkaður þarsem við hann bætast erlend lán en á móti mun bindihlutfall lækka nokkuð. Þá munbindiskylda ná til fleiri stofnana en hingað til og einungis bindiskyldarstofnanir munu eiga kost á beinum viðskiptum við Seðlabankann og fyrirgreiðsluhans. Bindihlutfall verður mismunandi eftir binditíma, hæst á skuldbindingum semeru til skemmri tíma en eins árs. Bindiskyldum stofnunum mun verða heimilt aðuppfylla bindinguna þannig að innstæða á bindiskyldureikningi á tilteknutímabili sé að meðaltali yfir tilskildum mörkum. Stofnanir geta dregið áinnstæðu reikningsins hvenær sem er.

Svonefndur reikningskvóti verður lagður niður um leið og nýjar reglur umbindiskyldu taka gildi. Þá mun Seðlabankinn einnig hætta að bjóðainnlánsstofnunum að leggja gjaldeyri á innlenda gjaldeyrisreikninga íbankanum.

Framangreindar breytingar munu breyta verulega því umhverfi sempeningamálastjórn hefur búið við hér á landi undanfarin ár. Megináherslan er þóóbreytt, þ.e. að Seðlabankinn mun áfram leitast við að stýra skammtímavöxtum ápeningamarkaði til að ná fram skilgreindum markmiðum um verðlags- oggengisþróun. Breytingarnar munu draga úr sjálfvirkum aðgangi að Seðlabankanum ogstuðla að aukinni markaðsmyndun á peninga-, gjaldeyris- og verðbréfamarkaði.Fjárvörslusamningar Seðlabankans við verðbréfafyrirtæki og breyting áfyrirkomulagi gjaldeyrismarkaðar á síðasta ári voru mikilvægir þættir í þessariþróun.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 4/1998

27. febrúar 1998