Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 16,1 milljarðs krónaviðskiptahalli við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins samanborið nær hallalausviðskipti á sama tíma í fyrra. Á fyrsta ársfjórðungi mældist fjárinnstreymi um15 milljarðar króna vegna fjárfestingar erlendra aðila í stóriðju og lántökuinnlánsstofnana og fyrirtækja í útlöndum. Fjárútstreymi vegna erlendraverðbréfakaupa nam 3,3 milljörðum króna og ríkissjóður endurgreiddi erlend lánfyrir 4,3 milljarða króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði á fyrstaársfjórðungi um 0,7 milljarða króna og nam 27,2 milljörðum króna í lok mars1998.
Mikill halli á utanríkisviðskiptum Íslendinga á fyrsta ársfjórðungi1998 stafar aðallega af 11,2 milljarða króna óhagstæðum vöruviðskiptum skv.upplýsingum Hagstofu Íslands. Mikil og óhagstæð umskipti vöruskiptajafnaðar fráþví í fyrra skýrast að hluta af sérstökum þáttum, svo sem kaupum og sölu áflugvélum og fjárfestingu í stóriðju, og að hluta af minni fiskafla og aukinniinnlendri eftirspurn. Halli á þjónustujöfnuði jókst einnig nokkuð á milli ára ognam 1,6 milljörðum króna. Þáttatekjur nettó, þ.e. laun, vextir og arður affjárfestingu, voru neikvæðar um 3,2 milljarða á fyrsta fjórðungi ársinssamanborið við 4 milljarða króna halla í fyrra.
Taflan sýnir samandregið yfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd.Ítarlegar upplýsingar um greiðslujöfnuðinn verða birtar í júníhefti Hagtalnamánaðarins.
Nr. 29/1998
8. júní 1998