Meginmál

Verðbólguspá Seðlabanka Íslands fyrir árið 1998

ATH: Þessi grein er frá 15. júlí 1998 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Nú þegar þróun verðlags á öðrum ársfjórðungi ársins 1998 liggur fyrir hefurSeðlabanki Íslands endurmetið verðbólguspá sína. Samkvæmt spánni verðurverðbólga 2% á milli áranna 1997 og 1998, en 1,6% frá upphafi til loka ársins1998. Verðbólga á öðrum ársfjórðungi var svipuð og bankinn spáði í aprílsíðastliðnum.

Í apríl spáði Seðlabankinn 0,7% hækkun vísitölu neysluverðs á milli fyrsta ogannars ársfjórðungs ársins 1998, sem svarar til 2,7% verðbólgu á ári. Þessi spágekk eftir. Hækkun vísitölunnar er að mestum hluta til komin vegna hækkunar áverði þjónustu auk þess sem markaðsverð húsnæðis hækkaði nokkuð. Innfluttarvörur hafa hins vegar lækkað í verði og stuðlað að minni hækkun vísitölunnar.

Á þriðja ársfjórðungi ársins 1998 má gera ráð fyrir að verðbólga verði nokkuðminni en á öðrum ársfjórðungi og að hún lækki enn frekar undir lok ársins, einsog verið hefur undanfarin ár. Spáð er að verðbólga frá upphafi til loka ársins1998 verði nokkuð minni en spáð var í apríl. Hækkun á gengi íslensku krónunnarfrá því í apríl er helsta ástæða þess að spáin er nú lægri, en reiknað er meðóbreyttu gengi krónunnar út árið frá þeim tíma sem spáin er gerð. Einnig er gertráð fyrir að innflutningsverð í erlendri mynt lækki um 0,5% á árinu í stað þessað standa í stað eins og reiknað var með í spánni í apríl. Er þar höfð hliðsjónaf fyrirliggjandi spám OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Á móti kemur að gerter ráð fyrir að launaskrið verði 2,5% á árinu 1998 í stað 2% í spá bankans fráþví í apríl. Einnig er reiknað með að markaðsverð húsnæðis muni hækka umframalmenna verðlagsþróun og hafi þannig áhrif til hækkunar vísitölunnar.  Sjánánar meðfylgjandi töflu.

Nánari upplýsingar veitir Arnór Sighvatsson, deildarstjóri á hagfræðisviði, ísíma 569 9600.

Nr. 39/1998

15. júlí 1998