Meginmál

Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 10. september 1998 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands í lokjúlí 1998 og til samanburðar í lok desember 1997 ásamt breytingum í mánuðinum ogfrá áramótum.

 Gjaldeyrisforði Seðlabankans lækkaði um rúma 2,9 milljarða króna í júlíog nam í lok mánaðarins 30,4 milljörðum króna (jafnvirði 426,6 milljónabandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Lækkunin á rætur að rekja tilendurgreiðslu ríkissjóðs á erlendum lánum. Erlendar skammtímaskuldir bankans eruóverulegar en þær hækkuðu um 89 millj. í mánuðinum.

 Á gjaldeyrismarkaði námu hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans í júlí 3,1milljörðum króna. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar,stóð nánast í stað í júlímánuði.

 Seðlar og mynt í umferð jukust í mánuðinum um 0,8 milljarð og hafa þarmeð aukist um tæplega 1,1 milljarð frá áramótum.

 HeildareignSeðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum minnkaði í júlí um 2,4 milljarða krónaog er þá miðað við markaðsverð. Eign bankans í spariskírteinum ríkissjóðsminnkaði um 1 milljarð og ríkisbréfaeign stóð nokkurn veginn í stað.Ríkisvíxlaeign dróst saman um 1,3 milljarða króna og nam í mánaðarlok 1,8milljarði króna. 

Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir lækkuðu um 2,4 milljarða króna í júlíen nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 6,1 milljarðkróna og voru jákvæðar um 6,1 milljarð króna í lok júlí sem þýðir að innstæðurríkisins í bankanum námu lægri fjárhæð en brúttókröfur hans á ríkið. Grunnfébankans hækkaði um 4,2 milljarða króna í mánuðinum og nam 26,0 milljörðum krónaí lok hans.

 Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabankans og Erla Árnadóttiraðalbókari í síma 569-9600.

Nr. 43/1998

10. ágúst 1998