Út er komið Sérrit Seðlabanka Íslands, hið þriðja íröðinni. Það ber heitið Verðtrygging lánsfjármagns og vaxtastefna á Íslandi oger eftir Bjarna Braga Jónsson, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra Seðlabankans.Bjarni Bragi hefur lengi verið í hópi ötulustu hagfræðinga þessa lands, ogfjallar efni ritsins um eitt af helstu hugðarefnum hans. Í formálabankastjórnar segir að ritið byggi á ítarlegum rannsóknum höfundar og beri gottvitni um yfirgripsmikla þekkingu og fræðilega vandvirkni hans. Þá segir að megintilgangur ritverksins sé að koma á framfæri og til varanlegrar varðveislusögulegu yfirliti um reynsluna af verðtryggingu lánsfjármagns á Íslandi ogþeirri vaxtastefnu sem henni var samofin.
Samhliða útkomu ritsins verður haldið málþing til heiðurs Bjarna BragaJónssyni, þar sem fjallað verður um nokkur þeirra sviða efnahagsmála sem Bjarnihefur einkum beitt sér á. Málþingið er haldið í Sölvhóli í Seðlabanka Íslandsfrá klukkan 13 til 17 í dag, föstudaginn 27. nóvember, og er öllum opið á meðanhúsrúm leyfir. Á málþinginu verða flutt eftirfarandi erindi:
Bjarni Bragi Jónsson:
Skuldaþyngsli og verðhjöðnun semhagsveifluvaki
Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands:
Náttúra, vald ogvöxtur
Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands:
Verðbólga,tekjustefna og verðtrygging
Markús Möller, deildarstjóri á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands:
Kvóti,raungengi og tekjuskipting
Sigurður Snævarr, forstöðumaður við Þjóðhagsstofnun:
Velferðarríkið: Hinhimneska stássstofa'
Guðmundur Jónsson, dósent Háskóla Íslands:
Að gera upp reikninga fortíðar:gagnsemi sögulegra þjóðhagsreikninga
Nr. 68/1998
27. nóvember 1998