Meginmál

Efnahags-og myntbandalag Evrópu

ATH: Þessi grein er frá 29. desember 1998 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 1. janúar 1999 verður Efnahags- og myntbandalag Evrópu formlega stofnað.Gengi gjaldmiðla myntbandalagslandanna verður þá læst innbyrðis, gjaldmiðillbandalagsins, evra, verður til og Seðlabanki Evrópu í Frankfurt tekur formlegavið stjórn peningamála í myntbandalagslöndunum. Sem kunnugt er hefst útgáfa áseðlum og mynt í evrum þó ekki fyrr en árið 2002 þannig að gildandi seðlar ogmynt myntbandalagslandanna verða í umferð enn um sinn.

Engar breytingar verða á peningamálastefnu Seðlabanka Íslands um áramótin oggengisstefna stjórnvalda verður óbreytt. Formleg stofnun myntbandalagsins krefstaðeins minni háttar tæknilegra breytinga hjá Seðlabanka Íslands að sinni. Ágengisskráningaryfirliti Seðlabankans verða ekki gerðar aðrar breytingar en aðevra kemur í stað eku. Gengi gjaldmiðla myntbandalagslandanna verður áfram sýntá yfirlitinu en innbyrðis afstöður þeirra munu að sjálfsögðu ekki breytast frááramótum. Gengisvog Seðlabankans er sem kunnugt er endurskoðuð einu sinni á árimeð hliðsjón af utanríkisviðskiptum liðins almanaksárs. Síðast var voginendurskoðuð á miðju þessu ári og næsta endurskoðun fer væntanlega fram í júnín.k. Engar breytingar verða gerðar á voginni nú um áramótin en í næstuendurskoðun mun evra væntanlega koma í stað gjaldmiðla myntbandalagslandanna.

Eins og áður hefur komið fram hefur Seðlabanki Íslands átt töluverð samskiptivið Seðlabanka Evrópu og áður við forvera hans, Peningastofnun Evrópu. Ræktverður lögð við að viðhalda nánum tengslum við bankann.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 76/1998

29. desember 1998