Meginmál

Sérrit 3: Verðtrygging lánsfjármagns og vaxtastefna á Íslandi

ATH: Þessi grein er frá 31. desember 1998 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Út er komið Sérrit Seðlabanka Íslands, hið þriðja í röðinni. Það ber heitið Verðtrygging lánsfjármagns og vaxtastefna á Íslandi og er eftir Bjarna Braga Jónsson, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra Seðlabankans. Bjarni Bragi hefur lengi verið í hópi ötulustu hagfræðinga þessa lands, og fjallar efni ritsins um eitt af helstu hugðarefnum hans. Í formála bankastjórnar segir að ritið byggi á ítarlegum rannsóknum höfundar og beri gott vitni um yfirgripsmikla þekkingu og fræðilega vandvirkni hans. Þá segir að megin tilgangur ritverksins sé að koma á framfæri og til varanlegrar varðveislu sögulegu yfirliti um reynsluna af verðtryggingu lánsfjármagns á Íslandi og þeirri vaxtastefnu sem henni var samofin.