Meginmál

Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

ATH: Þessi grein er frá 3. febrúar 1999 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti sér íslenskefnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda dagana 20.'28. janúar sl. Álokafundi nefndarinnar lagði formaður hennar fram álit og niðurstöður afviðræðum hennar og athugunum hér á landi. Hliðstæðar viðræður fara fram árlegavið nánast öll aðildarríki sjóðsins 182 að tölu. Álit sendinefndarinnar fylgirhjálagt í lauslegri íslenskri þýðingu. 

Eftir heimsókn sendinefndar sjóðsins í nóvember 1997 var álit hennar í fyrstasinn birt opinberlega. Á vettvangi sjóðsins hefur um skeið verið rætt hverniggera megi eftirlit sjóðsins með efnahagsmálum aðildarlanda sýnilegra enjafnframt að haldið sé trúnaði í viðræðum stjórnvalda aðildarlanda og fulltrúasjóðsins. Afrakstur þessa hefur m.a. verið sá að á undanförnum misserum hafa æfleiri aðildarlönd sjóðsins tekið að birta álit sendinefndar við lok viðræðna.Ísland bættist í þann hóp 1997.

 Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og ÓlafurÍsleifsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs bankans, í síma 569-9600.

Nr. 8/1999

3. febrúar 1999