Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands í lokfebrúar 1999 og til samanburðar í lok desember 1998 ásamt breytingum í mánuðinumog frá áramótum.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 0,6 milljarðakróna í febrúar og nam í lok mánaðarins 29,3 milljörðum króna (jafnvirði 407milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Erlendar skammtímaskuldir bankansnámu tæpum 4 milljörðum króna í lok febrúar og höfðu hækkað um 1,4 milljarðakróna í mánuðinum.
Á millibankamarkaði með gjaldeyri voru bókfærðgjaldeyrisviðskipti Seðlabankans í febrúar jákvæð um 1,5 milljarða króna. Gengiíslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, lækkaði í mánuðinum um0,6%.
Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum jókstlítillega í mánuðinum og nam 9,1 milljarði króna í febrúarlok miðað viðmarkaðsverð.
Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir lækkuðu um 5,5 milljarðakróna í febrúar og námu 12,5 milljörðum í lok mánaðarins. Kröfur á aðrarfjármálastofnanir jukust um tæpan 1 milljarð króna í mánuðinum og námu 7milljörðum króna í lok hans.
Nettókröfur bankans á ríkissjóð ogríkisstofnanir hækkuðu um 3,8 milljarða króna og voru neikvæðar um 1,2 milljarðakróna í lok febrúar, sem þýðir að innstæður ríkissjóðs og ríkisstofnana íbankanum námu hærri fjárhæð en kröfur hans á móti.
Grunnfé bankansminnkaði um 1,8 milljarða króna í mánuðinum og nam 19,1 milljarði króna í lokhans.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og ErlaÁrnadóttir aðalbókari í síma 569-9600.
Nr. 15/1999
4. mars 1999