Seðlabanki Íslands hefur endurmetið verðlagshorfur í ár í ljósi nýrraupplýsinga um þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi stærða. Seðlabankinnspáir nú 2,4% verðbólgu á milli ársmeðaltala þessa og síðasta árs og 2,8% hækkunfrá ársbyrjun til ársloka.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6% frá fjórða ársfjórðungi 1998 til fyrstaársfjórðungs 1999 sem samsvarar 2,6% verðbólgu á heilu ári. Þetta er mjög svipuðhækkun og Seðlabankinn spáði í janúar síðastliðnum. Þrátt fyrir það spáirSeðlabankinn nú heldur meiri hækkun verðlags það sem eftir lifir ársins. Spáin íjanúar gerði ráð fyrir 1,9% hækkun neysluverðs á milli ára og 2,2% hækkun innanársins. Nú er spáð 2,4% hækkun á milli ársmeðaltala og 2,8% hækkun frá upphafitil loka ársins.
Meginorsök þess að nú er spáð heldur meiri verðbólgu er mikil hækkunhúsnæðisliðar vísitölu neysluverðs síðustu mánuði og líkur á áframhaldandihækkun hans umfram almenna verðlagsþróun á næstu mánuðum. Reyndar er hækkunhúsnæðisliðarins meginskýring vaxandi verðbólgu síðustu mánuði. Tólf mánaðahækkun neysluverðs án húsnæðis til apríl í ár nam aðeins 1% á sama tíma ogneysluverðsvísitalan í heild hækkaði um 1,8%. Í þessu samhengi er einnig vert aðvekja athygli á að mælt á samræmda vísitölu neysluverðs á EES-svæðinu var 12mánaða hækkun neysluverðs hér á landi aðeins 0,5% til febrúar í ár sem er lægraen á evrusvæðinu (0,8%) og meðal helstu viðskiptalanda Íslands (1,2%). Þessivísitala er reiknuð mánaðarlega á vegum Evrópusambandsins og er sáverðlagsmælikvarði sem Seðlabanki Evrópu tekur mið af við stefnumótun sína.Samræmda vísitalan er að því leyti frábrugðin íslensku neysluverðsvísitölunni aðhún nær ekki til útgjalda einstaklinga vegna heilsugæslu, menntamála né eignareða leigu á húsnæði.
Nokkur óvissa er um þá forsendu að raunverð íbúðarhúsnæðis hækki á komandimánuðum jafn hratt og að undanförnu. Síðustu þrjá mánuði hefur húsnæðisliðurvísitölu neysluverðs hækkað um 3% og um 11% frá desember 1997 en frá þeim tímatók húsnæðisverð að hækka umfram almennar verðlagshækkanir. Á sama tíma í fyrragekk yfir álíka hrina hækkunar húsnæðisverðs og nú hefur orðið. Því erhugsanlegt að mikil hækkun síðustu mánaða sé að einhverju leyti árstíðabundinþótt ekki sé hægt að fullyrða að svo sé. Einnig ríkir óvissa um áhrif áfasteignamarkaðinn af aðgerðum Seðlabankans til að stemma stigu við óhóflegriútlánaaukningu.
Óvissa ríkir einnig um erlend áhrif á verðlagsþróun næstu missera. Á síðastaári lækkaði innflutningsverð verulega og gætti þar m.a. áhrifa lækkunarhráefnaverðs á heimsmarkaði. Nú virðist vera að draga úr lækkuninnflutningsverðs sem hefur vegið á móti hækkun innlenda hluta vísitölunnarundanfarið ár og hugsanlegt er að þróunin snúist við á næstu misserum. Verð áolíu og bensíni hefur þegar hækkað verulega á síðustu vikum. Óvissa er hinsvegar um framhald þeirrar þróunar og einnig um hvernig innlendu olíufélögin muniverðleggja bensín. Aðrar forsendur eru í meginatriðum svipaðar og í janúar. Gerter ráð fyrir að gengi krónunnar verði óbreytt frá því sem það er nú, aðlaunaskrið verði 2% og framleiðniaukning 2,5% á þessu ári.
Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslandsí síma 569 9600.
Nr. 25/1999
21. apríl 1999