Meginmál

Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 6. maí 1999 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningiSeðlabanka Íslands í lok apríl 1999 og til samanburðar í lok desember 1998 ásamtbreytingum í mánuðinum og frá ársbyrjun.

 Gjaldeyrisforði Seðlabankansjókst um 1,6 milljarða króna í apríl og nam í lok mánaðarins 34,2 milljörðumkróna (jafnvirði 467 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). 

Erlendar skammtímaskuldir eru nær engar. Erlendar langtímaskuldir breyttustóverulega í apríl og námu í mánaðarlok 3,4 milljörðum króna. Þær höfðu lækkað um1,7 milljarða króna frá áramótum.

 Á millibankamarkaði með gjaldeyrikeypti Seðlabankinn 1,7 milljarða króna af gjaldeyri í apríl umfram það sem hannseldi. Gengi íslensku krónunnar mælt með vísitölu gengisskráningar lækkaði um0,4% í mánuðinum.

 Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfumnam 11,2 milljörðum króna í apríllok miðað við markaðsverð og jókst um 1,5milljarða króna í mánuðinum. Breytingin fólst nær öll í aukinni ríkisvíxlaeignbankans sem nam 4,9 milljörðum króna í lok mánaðarins.

Kröfur Seðlabankans áinnlánsstofnanir lækkuðu um 0,4 milljarða króna í apríl og námu 12,1 milljarðikróna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir hækkuðu um 0,9milljarða króna og voru 5,7 milljarðar króna í lok mánaðarins.

Nettókröfurbankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir lækkuðu um 8 milljarða króna í apríl ogvoru neikvæðar um 6 milljarða króna í lok hans. Hreyfing á reikningum ríkissjóðsí mánuðinum var óvenjuleg vegna útborgunar launa 30. mars í stað 1. apríl.

Grunnfé bankans lækkaði um 7,2 milljarða króna í mánuðinum og nam 21,8milljörðum króna í lok hans.

 Nánari upplýsingar veita bankastjórarSeðlabanka Íslands og Erla Árnadóttir aðalbókari í síma 569-9600.

Nr. 28/1999

6. maí 1999