Meginmál

Greiðslujöfnuður við útlönd janúar-mars 1999

ATH: Þessi grein er frá 18. júní 1999 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 4,7milljarða króna viðskiptahalli við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins samanboriðvið 13,7 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Fjárinnstreymi mældist vera13,1 milljarður króna á fyrsta ársfjórðungi, sem skýrist af miklum lántökumlánastofnana í útlöndum. Fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa nam 4,7milljörðum króna og innlánsstofnanir juku aðrar erlendar eignir sínar talsvert áfyrsta fjórðungi ársins. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst á fyrstaársfjórðungi um 2,5 milljarða króna og nam 32,6 milljörðum króna í lok hans.

 Mikil umskipti á utanríkisviðskiptum Íslendinga á fyrsta ársfjórðungi1999 stafa aðallega af minni halla á vöruviðskiptum skv. upplýsingum HagstofuÍslands. Þessi breyting vöruskiptajafnaðar til batnaðar frá sama tíma í fyrraskýrist af sérstökum þáttum, svo sem kaupum og sölu á skipum og flugvélum, eneinnig af meiri útflutningi sjávarafurða í ár en í fyrra. Halli áþjónustujöfnuði minnkaði nokkuð á milli ára og nam um 1 milljarði króna.Þáttatekjur nettó, þ.e. laun, vextir og arður af fjárfestingu, voru neikvæðar um2,9 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 0,3 milljarða hallaí fyrra.

 Taflan að neðan sýnir samandregið yfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd.Á meðfylgjandi yfirlitum eru ítarlegri upplýsingar um greiðslujöfnuðinn viðútlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins, sem hefur versnað á síðustu misserum vegnaviðskiptahallans við útlönd.

Nr. 38/1999

18. júní 1999