Seðlabanki Íslands hefur endurskoðað gengisskráningarvog krónunnar í ljósiutanríkisviðskipta ársins 1998. Slík endurskoðun fór síðast fram í júní 1998.Meðfylgjandi tafla sýnir nýju vogina og breytingar frá fyrri vog. Nýja vogin munmæla gengisbreytingar frá deginum í dag, 25. júní 1999, þar til næstaendurskoðun fer fram um svipað leyti á næsta ári.
Þegar ný gengisskráningarvog var tekin upp í september 1995 var ákveðið aðhún yrði framvegis endurskoðuð árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskiptaárið áður. Áhersla er lögð á að hér er aðeins um að ræða tæknilega breytingu áþeirri gengisvog sem notuð er við daglegan útreikning á gengi krónunnar.Breytingin felur ekki í sér neina breytingu á gengisstefnu Seðlabankans. Markmiðárlegrar endurskoðunar á voginni er að tryggja að hún endurspegli ætíð eins velog kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- ogþjónustuviðskipta.
Frá og með þessari endurskoðun kemur evran inn í gengisskráningarvogkrónunnar í stað gjaldmiðla þeirra Evrópulanda sem urðu þátttakendur í Efnahags-og myntbandalagi Evrópu í upphafi þessa árs. Gjaldmiðlarnir sem falla út úrgengisskráningarvoginni eru finnska markið, franski frankinn, belgíski frankinn,hollenska gyllinið, þýska markið, ítalska líran, portúgalski eskútóinn ogspænski pesetinn. Breytingarnar hafa það einnig í för með sér að írska pundið ogausturríski skildingurinn eru tekin inn í gengisskráningarvogina með óbeinumhætti í gegnum evruna.
Helstu breytingar frá fyrri vog eru að vægi evru og bandaríkjadals eykst ákostnað breska pundsins, japanska jensins og Norðurlandamyntanna. Aukið vægievrunnar skýrist að hluta af því að viðskipti við Austurríki og Írland falla núá evruna en þeim var áður deilt niður á þær myntir sem mynduðu SDR, þ.e.bandaríkjadal, þýskt mark, japanskt jen, franskan franka og sterlingspund.
Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslandsí síma 569 9600.
Nr. 40/1999
25. júní 1999