Í tilefni af 1000 ára kristni á Íslandi og að höfðu samráði viðviðskiptaráðuneyti og kristnihátíðarnefnd gefur Seðlabanki Íslands út sérsleginnminnispening úr gulli. Á annarri hlið hans er skjaldarmerki íslenskalýðveldisins en á hinni mynd af húni á bagli eða biskupsstaf sem fannst áÞingvöllum 1957. Bagallinn er talinn frá fyrstu öld íslenskrar kristni og ereinn elsti kirkjugripur sem fundist hefur hér á landi. Minnispeningurinn er úrgulli að 9/10 hlutum, 8,65g að þyngd, eða kvartúnsa af hreinu gulli, og er 23 mmí þvermál. Hann verður löglegur gjaldmiðill að verðgildi 10.000 krónur, enaðeins verða slegin 3000 eintök í sérunninni gljásláttu. Peninginn teiknaðiÞröstur Magnússon teiknari FIT, en sláttu annast Den Kongelige Mynt íNoregi.
Söluverð peningsins verður 15.000 krónur en hann verður í vandaðri viðaröskjumeð kynningartexta á íslensku og ensku. Ráðgert er að hefja sölu á innlendum ogerlendum markaði í janúar árið 2000. Fram að þeim tíma er hægt panta peninginnhjá rekstrardeild Seðlabanka Íslands.
Ágóði af útgáfu minnispeningsins rennur í Þjóðhátíðarsjóð eins og af fyrriminnispeningaútgáfum, en sjóðurinn var stofnaður 1977 og veitir árlega styrkitil varðveislu og verndar þjóðlegra menningarminja.
Myndir af peningnum hér að neðan eru í hlutföllunum 2 á móti 1.
Nánari upplýsingar veitir Ingvar A. Sigfússon rekstrarstjóri SeðlabankaÍslands í síma 569-9600.
Nr. 57/1999
10. september 1999