Seðlabanki Íslands mun á næstu mánuðum koma nýrri skipan á útgáfu ritabankans. Síðasta tölublað Hagtalna mánaðarins, sem bankinn hefur gefið út íaldarfjórðung, kemur út í dag. Economic Statistics, sem ársfjórðungslega hefurbirt haggögn og fréttir af íslensku efnahagslífi á ensku, kom út í síðasta sinní ágúst sl. Ný rit á íslensku og ensku auk töflusafns á heimasíðu bankans leysaeldri ritin af hólmi.
Upp úr miðjum október næstkomandi er áformað aðSeðlabankinn hefji útgáfu talnaefnis á veraldarvefnum (www.sedlabanki.is). Þar munu vikulegabirtast nýjar tölfræðilegar upplýsingar. Þeir sem þess óska geta gerstáskrifendur að fjölritaðri mánaðarlegri útgáfu af talnaefninu gegn greiðsluáskriftargjalds. Fyrir þá sem hafa greiðan aðgang að veraldarvefnum verður hinsvegar handhægara og ódýrara að nálgast töflusafnið á heimasíðu bankans.
Ínóvember næstkomandi mun Seðlabankinn hefja útgáfu nýs ársfjórðungsrits sem komamun út því sem næst samtímis á íslensku og ensku. Áskrifendur Hagtalnamánaðarins munu sjálfkrafa fá fyrsta ársfjórðungsritið sent sér aðkostnaðarlausu, en áskriftargjald verður innheimt frá og með áramótum, eins ognánar verður tilkynnt um í fyrsta tölublaði ritsins. Hið nýja rit verður aðsjálfsögðu einnig aðgengilegt á vefsetri bankans án endurgjalds og fyrr en hinprentaða útgáfa.
Tilgangur ofangreindra breytinga er að skapa öflugrivettvang fyrir Seðlabankann til þess að gera grein fyrir stefnu sinni og miðlaupplýsingum til almennings. Breytingarnar munu gera bankanum kleift að koma tilmóts við kröfur um gagnsæ vinnubrögð við mótun peningastefnunnar og tímanlegamiðlun upplýsinga.
Áskriftarsími Seðlabanka Íslands er 569-9785.
Nánariupplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands, Már Guðmundssonaðalhagfræðingur bankans varðandi ársfjórðungsrit og Sveinn E. Sigurðsson,framkvæmdastjóri tölfræðisviðs bankans varðandi útgáfu töflusafns, í síma569-9600.
Nr. 62/1999
1. október 1999