Á hverju hausti frá 1987 hefur Seðlabanki Íslands birt mat sitt á stöðu oghorfum í efnahags- og peningamálum. Undanfarin ár hefur greinargerð bankansgengið undir nafninu Haustskýrsla Seðlabanka Íslands. Eins og þegar hefur veriðgreint frá hafa að undanförnu staðið yfir breytingar á útgáfum SeðlabankaÍslands. Útgáfu Hagtalna mánaðarins og Economic Statistics hefur verið hætt og ístaðinn hafin útgáfa annars vegar á Hagtölum Seðlabankans og hins vegar áársfjórðungsritinu Peningamál sem einnig verður gefið út á ensku undir heitinuQuarterly Monetary Bulletin.
Í Hagtölum Seðlabankans eru eingöngu birtar talnalegar upplýsingar og er þeimeinkum miðlað um heimasíðu bankans á veraldarvefnum (www.sedlabanki.is). Þær eru endurnýjaðar áhverjum mánudegi eftir því sem tilefni gefst til.
Í Peningamálum verður auk talnalegra upplýsinga rými fyrir enn ítarlegriumfjöllun um ýmsa þætti efnahags- og peningamála en var í Hagtölum mánaðarins.
Fyrsta tölublað Peningamála er að koma út og verður birt á heimasíðu bankanssíðdegis í dag. Í þessu fyrsta tölublaði birtist mat bankans á stöðu og horfum íefnahags- og peningamálum um þessar mundir og því leysir það af hólmihaustskýrslu undanfarinna ára. Í ritinu eru kaflar um þróun og horfur íefnahags- og peningamálum og um fjármálamarkaði og aðgerðir Seðlabankans. Íinngangi skýrslunnar er megin boðskapur bankans dreginn saman í stuttu máli.
Auk framangreindra kafla er birt í ritinu erindi Birgis Ísl. Gunnarssonarformanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands á aðalfundi Sambands íslenskrasparisjóða 8. október sl. og grein Jóns Steinssonar um Evrukerfið. Í erindi sínufjallaði Birgir Ísleifur m.a. um stefnu Seðlabankans, lausafjárreglur,útlánaþróun og leikreglur á innlendum fjármálamarkaði.
Þess má geta að Birgir Ísl. Gunnarsson mun kynna mat bankans sem birtist íritinu á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands á morgun, fimmtudaginn 25.nóvember.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.
Nr. 75/1999
24. nóvember 1999