Í júní 1995 setti Seðlabanki Íslands reglur um verðtryggingu sparifjár oglánsfjár. Þær kváðu m.a. á um að lágmarkstími verðtryggðra innlána og útlánayrði smám saman lengdur. Í ársbyrjun 2000 yrði verðtrygging innlána bönnuð oglágmarksbinditími verðtryggðra lána 7 ár. Í október 1998 lagði nefnd semviðskiptaráðherra skipaði til að ekki yrðu settar frekari takmarkanir á notkunverðtryggingar en þá höfðu þegar komið til framkvæmda. Gildandi takmörkunumskyldi þó viðhaldið enn um sinn. Í þessu fælist að sá áfangi sem gert var ráðfyrir að tæki gildi í byrjun ársins 2000 kæmi ekki til framkvæmda.
Seðlabanki Íslands lagði til við viðskiptaráðherra að farið yrði að tillögumnefndarinnar og var það samþykkt. Seðlabankinn hefur því gefið reglurnar út aðnýju. Í þeim eru staðfestar takmarkanirnar sem gilt hafa á verðtryggingusparifjár og lánsfjár frá byrjun árs 1998, þ.e. að lágmarksbinditímiverðtryggðra innlána sé þrjú ár og að lágmarkslánstími verðtryggðra útlána sé 5ár.
Í samræmi við ákvæði laga kveða reglurnar einnig á um jöfnuð verðtryggðraeigna og skulda lánastofnana. Þeim hluta reglnanna var lítillega breytt, m.a.var leyfilegur 'ójöfnuður' hverrar stofnunar aukinn úr 20 í 30% af eigin fé.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.
Nr. 82/1999
20. desember 1999