Seðlabanki Íslands hefur sett nýjar reglur um laust fé bindiskyldralánastofnana og gilda þær frá 31. desember n.k. Um leið falla úr gildi eldrireglur um laust fé bindiskyldra lánastofnana. Útreikningstímabil sem lauk 20.desember sl. var síðasta gildistímabil þeirra. Gefinn er aðlögunartími að hinumnýjum reglum með þeim hætti að viðurlög við vanhöldum leggjast ekki á af fullumþunga fyrr en að þremur mánuðum liðnum.
Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi hinna nýju reglna í samstarfivið fulltrúa lánastofnana og Fjármálaeftirlitsins. Til þess að þær gætu tekiðgildi þurfti að breyta ákvæðum laga um Seðlabanka Íslands um laust fé. Frumvarpþess efnis var samþykkt á Alþingi skömmu fyrir jól og lögin tóku gildi í dag.
Nýju reglurnar byggja á öðrum grunni en þær eldri og fela í sér að fram ferheildarmat á lausafjáreignum og lausafjárskuldbindingum lánastofnana. Þær eruþví enn betur til þess fallnar að tryggja að lánastofnanir eigi nægjanlegt laustfé til þess að mæta skuldbindingum sínum. Að mati Seðlabanka Íslands fela nýjureglurnar ekki í sér minna aðhald að lausafjárstöðu lánastofnana en eldrireglurnar en með þeim mun draga úr neikvæðum hliðaráhrifum sem eldri reglurhöfðu á vaxtamyndun á peninga- og verðbréfamarkaði.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og YngviÖrn Kristinsson framkvæmdastjóri peningamálasviðs í síma 569-9600.
Nr. 84/1999
27. desember 1999