Meginmál

Niðurstöður athugunar hjá Valitor hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

ATH: Þessi grein er frá 13. janúar 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Valitor hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Valitor gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á innri reglur félagsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.