Meginmál

Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 10. janúar 2000 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands í lokdesember 1999 og til samanburðar í lok desember 1998 ásamt breytingum í nóvemberog frá ársbyrjun. Þar sem árslokauppgjöri og endurskoðun er ekki lokið eru tölurfyrir desemberlok 1999 bráðabirgðatölur og kunna að taka breytingum í endanleguuppgjöri.

 Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 3,4 milljarða króna ídesember og nam 34,8 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 475 milljónabandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Hækkun forðans í desember skýrist aftímabundinni hækkun á innstæðum á innlendum gjaldeyrisreikningum íSeðlabankanum. Á árinu 1999 jókst forðinn um 5,1 milljarð króna. Gengi íslenskukrónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, hækkaði um 0,4% í desember og um2,76% frá upphafi til loka árs.

Erlend skammtímalán Seðlabankans námu 3,7milljörðum króna í lok desember og höfðu lækkað lítilsháttar í mánuðinum. Í lokdesember námu erlend langtímalán bankans 1,2 milljörðum króna og höfðu lækkað um3,9 milljarða króna frá ársbyrjun.

Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðumverðbréfum nam 6,5 milljörðum króna í desemberlok og lækkaði um 1 milljarð krónaí mánuðinum. Lækkunina má rekja til sölu bankans á ríkisvíxlum en í árslokinátti Seðlabankinn enga ríkisvíxla.

Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanirjukust um 5,8 milljarða króna í desember og námu 29,5 milljörðum króna í lokmánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir hækkuðu um 1,2 milljarða króna ímánuðinum og voru 9,7 milljarðar króna í lok hans.

Nettókröfur bankans áríkissjóð og ríkisstofnanir lækkuðu um 3,2 milljarða króna í desember og voruþær neikvæðar um 11,6 milljarða króna í lok mánaðarins. 

Grunnfébankans jókst um 8,4 milljarða króna í mánuðinum og nam 36,2 milljörðum króna ílok hans.

 Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands ogErla Árnadóttir aðalbókari í síma 569-9600.

Nr. 1/2000

10. janúar 2000