Meginmál

Seðlabanki Íslands hækkar vexti

ATH: Þessi grein er frá 11. janúar 2000 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans íviðskiptum hans við lánastofnanir um 0,8 prósentustig með gildistöku 12. janúar2000. Ávöxtun í tilboðum bankans á Verðbréfaþingi Íslands hækkar einnigsamsvarandi. Ávöxtun í endurhverfum viðskiptum bankans hækkar um 0,8prósentustig á næsta uppboði og vextir á viðskiptareikningum og ábindireikningum lánastofnana 21. janúar nk.

Frá því að Seðlabankinn hækkaði vexti í september sl. hefur dregið úr þvíaðhaldi sem fólgið er í stýrivöxtum bankans. Meginástæða þess er að verðbólga ogverðbólguvæntingar hafa vaxið. Þá hafa vextir hækkað í mikilvægumviðskiptalöndum undanfarna mánuði auk þess sem nýjar reglur bankans um laust félánastofnana hafa leitt til nokkurrar lækkunar á vöxtum á millibankamarkaði þaðsem af er þessu ári.

Gengi krónunnar hækkaði eftir vaxtahækkun bankans í september, hikaði umstund í nóvember en hækkaði síðan áfram í desember. Það sem af er janúar hefurþað hins vegar lækkað nokkuð. Seðlabankinn telur að í desember hafi gætttímabundinna áhrifa til styrkingar gengis krónunnar m.a. vegna lítilla kaupa áerlendum verðbréfum og viðbúnaðar fjármálastofnana vegna áramótanna. Í riti sínuPeningamálum sem út kom í nóvember sl. lýsti Seðlabankinn því yfir að hann teldinauðsynlegt að skammtímavextir yrðu nógu háir til þess að stuðla að hækkun ágengi krónunnar frá því sem það var þegar bankinn gaf út verðbólguspá sína 25.október sl. Ástæðan var sú að verðbólguspáin fól í sér meiri verðbólgu á því árisem nú er hafið en hægt er að una við, þ.e. 4,1% á milli áranna 1999 og 2000. Ídag er gengi krónunnar nokkurn veginn hið sama og það var 25. október.

 Vaxtahækkun Seðlabankans nú staðfestir þann ásetning bankans að fylgjaáfram peningastefnu sem stuðlar að hærra gengi krónunnar og þar að með minniverðbólgu en ella.

 Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísl. Gunnarsson formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands í síma 569-9600

Nr. 2/2000

11. janúar 2000