Meginmál

Ísland fær lánshæfismat í AA-flokki

ATH: Þessi grein er frá 3. febrúar 2000 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch IBCA veitti í dag íslenska ríkinulánshæfismatið AA- fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt. Fyrirskammtímaskuldbindingar í erlendri mynt var veitt einkunnin F+ og fyrirskuldbindingar í innlendri mynt var gefið AAA sem eru hæstu einkunnir sem gefnareru. Lánshæfiseinkunn Fitch IBCA er hliðstæð einkunn sem matsfyrirtækið Moody'shefur gefið íslenska ríkinu. Bréf metin í AA-flokki teljast mjög góð að ölluleyti og eru aðeins að litlu leyti frábrugðin albestu bréfum. Geta lántaka tilað standa við skuldbindingu sína er talin mjög mikil.

Í frétt Fitch IBCA segir að horfur í íslenskum þjóðarbúskap hafi batnað hinseinni ár. Þar hafa breytingar á innviðum hagkerfisins lagt sitt af mörkum. Íkjölfar þess að umfangsmikið fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á fót árið 1984hafa fiskistofnar náð sér á strik og horfur í greininni hafa batnað. Fiskveiðarog vinnsla leggja til um 12% af vergri landsframleiðslu (VLF) og nærri helmingaf útflutningstekjum. Auk þessa hefur viðskiptaumhverfið verið lagfært meðumbótum sem miða að auknu samræmi við aðstæður í Evrópusambandinu og minniáhrifum ríkisvaldsins í efnahagslífinu.

Einkavæðingu hefur vaxið fiskur um hrygg og stjórnvöld nýlega beintathyglinni að bankakerfinu. Jafnframt hafa umtalsverðar tekjur skilað sér íríkissjóð. Ásamt átaki í ríkisfjármálum, sem hefur skilað vaxandi afgangiundanfarin tvö ár, hafa þessar tekjur gert stjórnvöldum kleift að lækka skuldirhins opinbera úr 59% af VLF árið 1995 í 43%.

Þróunin að undanförnu hefur haft vissar óæskilegar hliðarverkanir. Aukinbjartsýni neytenda og fyrirtækja hefur, ásamt umfangsmiklum framkvæmdum áorkusviðinu, leitt til mikillar þenslu í hagkerfinu. Hagvöxtur hefur verið yfir5% á ári síðan 1996 og hagkerfið er greinilega að ofhitna. Atvinnuleysi hefurminnkað niður fyrir 2%, verðbólga hefur vaxið verulega, í 5,8% í janúar 2000, ogáætlað er að viðskiptahallinn hafi vaxið í 5,9% af VLF.

Fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða erlendis hafa meir en vegið upp vaxandierlenda fjárfestingu innanlands. Þetta þýðir að viðskiptahallinn hefur veriðfjármagnaður með aukinni lántöku einkaaðila erlendis. Í samræmi við þetta hefurskuldastaða landsins versnað og bankakerfið, sem hefur miðlað stórum hlutaerlendu lánanna inn í landið, er orðið viðkvæmara fyrir efnahagssamdrætti.Stjórnvöld hafa brugðist við þessum aðstæðum. Aðhald í ríkisfjármálum hefurverið hert og í janúar sl. brást Seðlabankinn við lækkandi raunvöxtum með því aðhækka stýrivexti sína í 9,8%. Þar til þessar aðgerðir taka að bera árangur muníslenskt efnahagslíf verða viðkvæmt fyrir breytingum á væntingum markaðarins þarsem lausafjárskuldir eru mun meiri en lausafjáreignir.

Nánari upplýsingar veita Birgir Ísl. Gunnarsson formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands og Ólafur Ísleifsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs bankans ísíma 569-9600.

Nr. 5/2000

3. febrúar 2000