Líkt og aðrir seðlabankar hefur Seðlabanki Íslands að undanförnu lagt vaxandiáherslu á að fylgjast með þáttum sem varða heilbrigði fjármálakerfisins. Umþessi viðfangsefni var m.a. fjallað í ársskýrslu bankans fyrir árið 1998 og íítarlegri grein í ársfjórðungsriti bankans, Peningamálum, í febrúar sl. Í þvískyni að efla enn frekar getu Seðlabankans til þess að takast á við þessiviðfangsefni hefur bankastjórn ákveðið að fá Tryggva Pálsson til starfa semráðgjafa bankastjórnar frá 1. apríl 2000. Viðfangsefni hans munu tengjast þáttumsem varða athuganir bankans á heilbrigði fjármálakerfisins ogfjármálastöðugleika.
Tryggvi Pálsson er hagfræðingur að mennt. Hann lauk prófi í viðskiptafræðifrá Háskóla Íslands 1974 og M.Sc. prófi í þjóðhagfræði frá London School ofEconomics and Political Science 1975. Auk þess stundaði hann framhaldsnám íQueen Mary College við London University 1975 til 1976. Tryggvi starfaði íLandsbanka Íslands frá 1976 til 1988, sem forstöðumaður áætlanadeildar og síðarframkvæmdastjóri fjármálasviðs. Hann var bankastjóri Verslunarbanka Íslands hf.frá 1988 til 1989, bankastjóri Íslandsbanka hf. frá stofnun 1990 ogframkvæmdastjóri þar frá 1993. Tryggvi hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Hannhefur m.a. setið í stjórnum Sambands íslenskra viðskiptabanka, Verslunarráðs ogFjárfestingarfélags Íslands hf. og verið formaður stjórna Kreditkorts hf.,Glitnis hf. og Verðbréfaþings Íslands hf.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísl. Gunnarsson formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands í síma 569-9600.
Nr. 9/2000
7. mars 2000