Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands nam viðskiptahallinn viðútlönd 13,1 milljarði króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 8 milljarðakróna halla á sama tíma í fyrra. Fjárinnstreymi mældist vera 10,4 milljarðarkróna á fyrsta ársfjórðungi sem skýrist af erlendum lántökum. Fjárútstreymivegna erlendra verðbréfakaupa nam 19,2 milljörðum króna og lánastofnanir jukuaðrar erlendar eignir sínar á fyrsta fjórðungi ársins. GjaldeyrisforðiSeðlabankans minnkaði um 3,2 milljarða króna og nam 32,4 milljörðum króna í lokfyrsta ársfjórðungs 2000.
Aukinn halli á utanríkisviðskiptum Íslendinga á fyrsta fjórðungi ársinsstafar aðallega af meiri halla á vöruviðskiptum en í fyrra skv. upplýsingumHagstofu Íslands. Umtalsverð aukning varð í innflutningi, einkum á eldsneyti semhefur hækkað mikið í verði frá fyrra ári. Þrátt fyrir samdrátt í útflutningisjávarafurða og í sölu skipa og flugvéla úr landi, jókst vöruútflutningur íheild um nær 2% vegna meiri útflutnings á iðnaðarvörum og þá aðallega á áli ogkísiljárni. Halli á þjónustujöfnuði jókst nokkuð á milli ára og nam um 2,5milljörðum króna. Þáttatekjur nettó, þ.e. laun, vextir og arður af fjárfestingu,voru neikvæðar um 4,6 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við5,2 milljarða króna halla í fyrra.
Viðskiptahallinn á fyrsta fjórðungi ársins er í samræmi við spáÞjóðhagsstofnunar frá því í mars um 50 milljarða króna halla á árinu í heild..Erlendar skuldir þjóðarinnar voru um 310 milljarðar króna umfram eignir í lokmars sl. Erlend skuldastaða þjóðarinnar hefur versnað á síðustu árum vegnaviðskiptahallans en á móti vegur gengishækkun krónunnar og umtalsverð hækkun ámarkaðsvirði erlendrar verðbréfaeignar Íslendinga á síðustu árum. Á meðfylgjandiyfirlitum eru ítarlegri upplýsingar um greiðslujöfnuðinn við útlönd og erlendastöðu þjóðarbúsins.
Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson deildarstjóri á tölfræðisviðiSeðla-bankans í síma 569-9600.
Nr. 14/2000
9. júní 2000