Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands í lokjúlí 2000 og til samanburðar í lok desember 1999 ásamt breytingum í júlí og fráársbyrjun.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans hækkaði um 1,5 milljarða krónaí júlí og nam 34,7 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 443 milljónabandaríkjadala á gengi í mánaðarlok).
Á millibankamarkaði með gjaldeyri namveltan alls 94,9 milljörðum króna í júlí. Seðlabankinn seldi gjaldeyrifyrir 7 milljarða króna í mánuðinum. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölugengisskráningar, lækkaði í mánuðinum um 0,4%.
Erlend skammtímalán bankanshækkuðu um 4,9 milljarða króna í júlí og námu þau 17,2 milljörðum í lokmánaðarins.
Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 9,7 milljörðum króna íjúlílok miðað við markaðsverð og hækkuðu um 1,2 milljarða króna ímánuðinum. Þar af eru verðbréf ríkissjóðs 6,9 milljarðar króna.
KröfurSeðlabankans á innlánsstofnanir hækkuðu um 0,9 milljarða króna í júlí og námu30,7 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir hækkuðuum 2,7 milljarða króna í mánuðinum og voru 8,1 milljarður króna í lokhans.
Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 1,4milljarða króna í júlí og voru neikvæðar um 3,2 milljarða króna í lokmánaðarins. Þar með hafa nettókröfur á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkaðum 8,4 milljarða frá áramótum.
Grunnfé bankans lækkaði um 0,4 milljarða krónaí mánuðinum og nam 29,1 milljarði króna í lok hans.
Nánari upplýsingar veitabankastjórar Seðlabanka Íslands og Erla Árnadóttir aðalbókari í síma569-9600.
Nr. 19/2000
4. ágúst 2000