Á næstunni hefst hér á landi sala á minnispeningi sem Seðlabanki Íslandsgefur út í tilefni þess að þúsund ár eru liðin frá fundi Leifs Eiríkssonar áNorður Ameríku. Sölu minnispeningsins annast Myntsala Íslandspósts.Minnispeningurinn var sleginn hjá bandarísku myntsláttunni, U.S. Mint, og hefurhún séð um sölu hans á erlendum markaði. Minnispeningurinn er úr silfri að 9/10hlutum, 26,73 grömm að þyngd og 38,1 mm í þvermál. Hann er löglegur gjaldmiðillað verðgildi 1000 krónur í sérunninni gljásláttu og er hámarksslátta 150.000eintök. Söluverð hans er 4200 krónur.
Á annarri hlið peningsins er mynd af styttu Leifs Eiríkssonar áSkólavörðuhæð, sem bandaríska þingið gaf íslensku þjóðinni í tilefni 1000 áraafmælis Alþingis 1930, og á hinni stílfærð mynd af landvættunum eins og þærbirtast á gildandi mynt. Peninginn teiknaði Þröstur Magnússon teiknari FIT.
Sala á minnispeningnum hófst í Bandaríkjunum í lok júní sl. en hann var gefinnút í samvinnu við bandarísku myntsláttuna sem gaf samhliða út silfurpening afsama tilefni. Sala minnispeninganna hefur gengið mjög vel og hafa þegar selstrúmlega 95 þúsund eintök af íslenska peningnum og tæplega 160 þúsund eintök afþeim bandaríska.
Hagnaður af sölu beggja peninganna rennur í sérstakan sjóð sem kenndur er viðLeif Eiríksson. Hann mun styrkja íslenska námsmenn til náms í Bandaríkjunum ogbandaríska til náms á Íslandi. Í stjórn sjóðsins, sem varðveittur verður hjáháskólanum í Virginíu, eru fimm fulltrúar, tveir skipaðir af rektor háskólans íVirginíu, einn skipaður af forsætisráðherra og einn af bankastjórn SeðlabankaÍslands. Oddamaður verður skipaður til tveggja ára í senn og verður til skiptisfrá Bandaríkjunum og Íslandi.
Nánari upplýsingar veitir Ingvar A. Sigfússon rekstrarstjóri í síma 5699600.
Nr. 27/2000
27. nóvember 2000