Um áramótin urðu skipulagsbreytingar í SeðlabankaÍslands. Meginmarkmið breytinganna er að skýra verkaskiptingu í bankanum, eflaáhættugreiningu á öllum sviðum starfsemi hans, auka hæfni bankans til að koma íveg fyrir og mæta fjármálakreppu og síðast en ekki síst að efla umsjón meðstarfsmannamálum á rekstrarsviði bankans. Stofnað var nýtt svið, fjármálasvið,sem m.a. mun annast viðfangsefni bankans á sviði fjármálastöðugleika sem hingaðtil hafa verið í umsjá innanhúsnefndar skipaðri nokkrum yfirmönnum bankans.
Í kjölfar breytinganna hefur bankastjórn Seðlabanka Íslands, að undangenginniauglýsingu, skipað Tryggva Pálsson framkvæmdastjóra fjármálasviðs bankans frá 5.janúar 2001. Tryggvi hefur verið ráðgjafi bankastjórnar frá 1. apríl sl., sbr.frétt bankans nr. 9/2000.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands í síma569-9600.
Nr. 1/2001
5. janúar 2001