Meginmál

Moody's staðfestir óbreytt lánshæfismat íslenska ríkisins

ATH: Þessi grein er frá 8. febrúar 2001 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Bandaríska matsfyrirtækið Moody's í New York sendi frá sér frétt 7. febrúarsl. þar sem tilkynnt er að fyrirtækið hafi staðfest lánshæfismat sitt fyrirÍsland. Í fréttinni segir Moody's að horfur um lánshæfismatið séu taldarstöðugar í nýrri skýrslu fyrirtækisins um Ísland. Þessi niðurstaða endurspeglarverulega bætta skuldastöðu opinbera geirans og staðfestu stjórnvalda í hagstjórnsem lagt hefur grunn að öflugum hagvexti, stöðugleika og miklum lífskjarabata áliðnum árum. Umfangsmiklar skipulagsbreytingar á síðasta áratug hafa falið í sérstyrkingu á fjármálum hins opinbera, aukið frjálsræði á fjármála og vörumarkaði,aukna fjölbreytni í framleiðslu og útflutningi, bætta stjórn fiskveiða ogfrjálslyndari viðhorf til erlendrar fjárfestingar.

Moody's varar á hinn bóginn við því að miklum hagvexti hafi fylgt alvarlegtójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem gæti grafið undan efnahagslegum stöðugleika ákomandi tíð. Hjöðnunin sem nú er hafin veldur ráðamönnum vanda í ljósi mikilsaðhalds peningamála, tiltölulega aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum og mikilsviðskiptahalla. Miklar erlendar lántökur banka og fyrirtækja verða þyngri ískauti vegna um það bil 10% lækkunar á gengi krónunnar á síðasta ári. Þettavekur ugg um afkomu þessara fyrirtækja ef gengið lækkar frekar á komandimisserum.

Þrátt fyrir þessi varnaðarorð leggur Moody's áherslu á að geta íslenskrastjórnvalda til að greiða erlendar skuldir samræmist lánshæfiseinkunninni Aa3 umþessar mundir. Aðgangur að erlendu lánsfé frá erlendum bönkum og norrænumseðlabönkum er mjög góður og skilvísi er ekki dregin í efa. Af þessum ástæðumeru taldar horfur á óbreyttri lánshæfiseinkunn þrátt fyrir áhyggjur af erlendristöðu og hugsanlegum erfiðleikum í greiðslujöfnuði eða gjaldeyrismálum. 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ísleifsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðsbankans í síma 569-9600.

Nr. 7/2001

8. febrúar 2001