Meginmál

Símsvörun fyrir Seðlabanka Ísland til Raufarhafnar

ATH: Þessi grein er frá 28. febrúar 2001 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands hefur gert samning við Íslenskamiðlun ehf. um að Íslensk miðlun Raufarhöfn taki að sér að svara í símanúmerbankans, 569 9600, og Þjóðhagsstofnunar, 569 9500, frá kl. 9.00 til 17.00 allavirka daga. Samningurinn gildir frá og með morgundeginum 1. mars til 31. maín.k. Á samningstímanum verður fylgst með þessari þjónustu og metið hvernig húnnýtist bankanum, Þjóðhagsstofnun og þeim sem til stofnananna leita símleiðis.Fyrir lok maí verður ákveðið hvort samningurinn skuli framlengdur. SeðlabankiÍslands hefur trú á að þessi samningur skili bankanum í senn góðri þjónustu ogfjárhagslegum ávinningi.

Íslensk miðlun Raufarhöfn er í eigu Íslenskrar miðlunar ehf. ogRaufarhafnarhrepps og hefur starfað frá því í apríl 1999. Starfsmenn eru 12.

Nánari upplýsingar veitir Ingvar A. Sigfússon rekstrarstjóri SeðlabankaÍslands í síma 569-9600.

Nr. 10/2001

28. febrúar 2001