Meginmál

Standard & Poor's staðfestir lánshæfismat íslenska ríkisins

ATH: Þessi grein er frá 23. mars 2001 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfismatfyrir Ísland. Þetta kemur fram í frétt fyrirtækisins sem gefin var út 21. marssl. Einkunn fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt er A+ og eru horfur umeinkunnina taldar stöðugar en voru áður jákvæðar.

Í frétt fyrirtækisins segir að breyting á horfum endurspegli vaxandiviðskiptahalla og hraða skuldasöfnun erlendis en erlendar skuldir þjóðarbúsinsnámu 265% af útflutningstekjum árið 2000. Viðskiptahallinn nam 10% aflandsframleiðslu í fyrra. Að auki hefur komið til útstreymi gjaldeyris sem nemur2% af landsframleiðslu vegna beinnar erlendrar fjárfestingar og kaupa íslenskralífeyrissjóða á erlendum verðbréfum. Standard & Poor's áætlar að hagvöxturlækki í 1,7% sem mun líklega draga viðskiptahallann niður í 7,4% sem er hátthlutfall eftir sem áður. Erlend lántaka hefur að mestu leyti farið umfjármálakerfið þar sem bankar í eigu ríkisins hafa 40% markaðshlut. Hreinskuldastaða bankakerfisins er talin hafa nærri tvöfaldast í 135% afútflutningstekjum á árunum 1999-2001. Með því að eiginfjárhlutföll ogafskriftaframlög hafa lækkað hefur bankakerfið orðið viðkvæmara fyrir ytriskellum.

Í fréttinni segir að efnahagsstefnan hafi ekki verið nægilega aðhaldssöm tilað spyrna gegn lækkandi sparnaðarhlutfalli og tryggja hæga aðlögun hagkerfisinsað skilyrðum sem fá staðist til frambúðar. Mikilvægur árangur hefur náðst áundanförnum árum við að treysta ríkisfjármálin. Afgangur á rekstri hins opinberanam 2,9% af landsframleiðslu í fyrra og búist er við sama hlutfalli í ár. Ennaðhaldssamari stefna í ríkisfjármálum hefði stuðlað að því að draga úr ofþenslu.Þar eð krónunni er haldið innan vikmarka og engar hömlur eru áfjármagnshreyfingum hefur hin aðhaldssama stefna í peningamálum ekki dugað tilað hemja of mikla aukningu útlána.

Standard & Poor's segir í frétt sinni að lánshæfismatið myndi styrkjastef dregið væri úr útlánaaukningu og viðskiptahalla um leið og viðhaldið væriafgangi í ríkisfjármálum. Einkavæðing ríkisbanka myndi einnig styrkjalánshæfiseinkunnir. Einkavæðingu mætti nota til að draga að erlenda fjárfestingusem gæti dregið úr þrýstingi á greiðslujöfnuð og eflt viðnámsþróttbankakerfisins. Einnig yrði talið jákvætt ef drægi úr núningi milli stefnu ípeningamálum og gengismálum. Svokölluð hörð lending með vandræðum ífjármálageiranum og/eða tilslökun í ríkisfjármálum gæti grafið undanlánshæfismatinu, segir í frétt Standard & Poor's.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ísleifsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðsSeðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 13/2001

23. mars 2001