Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka vexti sína íendurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 prósentustig. Vextir áviðskiptareikningum lánastofnana í Seðlabankanum lækka um 0,2 prósentustig endaglánavextir verða óbreyttir. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að horfureru á að verðbólga muni minnka á næsta ári samhliða því að ofþensla muni hjaðnaá komandi mánuðum. Horfur um verðbólgu eru vel innan þeirra marka sem miðað ervið í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans umverðbólgumarkmið og afnám vikmarka gengisstefnunnar sem undirrituð var og birt ídag. Í kjölfar yfirlýsingarinnar mun peningastefnan fyrst og fremst taka mið afframtíðarhorfum um verðbólgu.
Í spá Seðlabankans um verðbólgu sem birt var í byrjun febrúar sl. var gertráð fyrir að verðbólga yrði um 4½% frá upphafi til loka þessa árs en undir 3%frá upphafi til loka næsta árs. Það byggði á þeirri forsendu að ofþensla myndihjaðna þegar líður á þetta ár og að gengi krónunnar yrði óbreytt. Gengikrónunnar hefur lækkað nokkuð síðan þá, en að mati Seðlabankans tengist það aðnokkru óvissu vegna hugsanlegrar breytingar yfir í verðbólgumarkmið.Seðlabankinn telur ekki traustar efnahagslegar forsendur fyrir þessari lækkungengisins og telur frekari lækkun þess óæskilega þar sem hún gæti grafið undanmarkmiðum bankans í verðlagsmálum. Bankinn vonast því til að lækkunin gangi tilbaka. Á móti lægra gengi að undanförnu kemur að verðbólga hefur verið ívið minniá fyrstu mánuðum ársins en spá bankans í febrúar gerði ráð fyrir, enda erunýjustu spár flestra markaðsaðila um verðbólgu á árinu í kringum 4%.
Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar fyrir þetta ár hægir verulega á hagvexti. Þaðmun leiða af sér að framleiðsluspenna slaknar töluvert. Á árunum 2002 og 2003 ergert ráð fyrir að hagvöxtur verði nokkru minni en vöxtur framleiðslugetu. Miðaðvið þessa spá er það mat Seðlabankans að framleiðsluspenna verði horfin á árinu2003. Hjöðnun framleiðsluspennu mun að óbreyttu draga úr verðbólguþrýstingi.
Þegar liggja fyrir ýmsar vísbendingar um að ofþensla sé farin að slakna.Nefna má að veltutölur á síðustu tveimur mánuðum síðasta árs benda tilsamdráttar í verslun og stöðnunar í iðnaði. Þá er vöruinnflutningur á föstuverðlagi svipaður um þessar mundir og fyrir ári síðan. Einnig eru vísbendingarum að undirliggjandi útlánavöxtur sé tekinn að slakna og vöxtur peningamagnshefur minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Enn er þó töluverð ofþensla íhagkerfinu, útlánaþensla meiri en til lengdar samrýmist stöðugleika og lítilliverðbólgu og tölur af vinnumarkaði sýna enn sem komið er litla slökun áspennu.
Þrátt fyrir lækkun gengis að undanförnu er aðhald peningastefnunnar mjögmikið. Vaxtamunur gagnvart útlöndum er nú rúmt 6½% en vaxtalækkanir íviðskiptalöndum að undanförnu auðvelda vaxtalækkun hér á landi. RaunvextirSeðlabankans, metnir á grundvelli verðbólguálags ríkisskuldabréfa, eru ísögulegu hámarki, eða á bilinu 7-7½%, og ávöxtunarferill óverðtryggðraríkisskuldabréfa hallar verulega niður á við. Aðhald peningastefnunnar verðuráfram verulegt í gegnum vexti þótt þeir séu nú lækkaðir um 0,5 prósentustig.
Að öllu samanlögðu telur Seðlabankinn tímabært að lækka vexti nokkuð.Ákvarðanir um tímasetningar og umfang frekari vaxtabreytinga ráðast hins vegaraf því hvernig helstu vísbendingar breyta horfum um verðbólgu og hagvöxt ánæstunni. Meðal þessara vísbendinga er gengi íslensku krónunnar.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands í síma 569-9600.
Nr. 15 /2001
27. mars 2001