Meginmál

Formenn bankastjórnar og bankaráðs valdir

ATH: Þessi grein er frá 25. maí 2001 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Birgir Ísleifur Gunnarsson skipaður formaður bankastjórnar og Ólafur G.Einarsson kosinn formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands

Með vísan til 23. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands hefurforsætisráðherra skipað Birgi Ísleif Gunnarsson formann bankastjórnar SeðlabankaÍslands til sama tíma og skipun hans í embætti bankastjóra varir.

Á fyrsta fundi nýkjörins bankaráðs Seðlabanka Íslands sem haldinn var ímorgun var Ólafur G. Einarsson kosinn formaður bankaráðsins og DavíðAðalsteinsson varaformaður.

Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Friðriksson aðstoðarbankastjóri í síma569-9600.

Nr. 19/2001

25. maí 2001