Meginmál

Skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland

ATH: Þessi grein er frá 13. júní 2001 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Í gær, þriðjudaginn 12. júní, birtiAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn skýrslur um Ísland á heimasíðu sinni. Annars vegar erum að ræða skýrslur sem samdar voru eftir reglubundna árlega heimsóknsérfræðinga sjóðsins hingað til lands í janúar sl. Hins vegar er um að ræðaskýrslu um úttekt sérfræðinga sjóðsins á íslensku fjármálakerfi sem hófst ínóvember sl.

Forsaga seinni skýrslunnar er sú að á undanförnum árum hefur áalþjóðavettvangi verið unnið að því að treysta undirstöður fjármálalegsstöðugleika. Þessi vinna fór fram í samstarfi ýmissa alþjóðastofnana meðAlþjóðagjaldeyrissjóðinn í broddi fylkingar. Hún hefur m.a. leitt til þess aðvaxandi áhersla er nú lögð á að efla eftirlit með starfsemi fjármálastofnana íöllum aðildarlöndum sjóðsins og að tryggja trausta umgjörð um starfsemi þeirra.Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var falið að gera úttektir á fjármálakerfiaðildarlanda, kanna uppbyggingu þess, áhættuþætti og lagaumgjörð. Ekki er gertráð fyrir að lokið verði úttektum í öllum aðildarlöndunum fyrr en að fáeinumárum liðnum. Fyrstu úttektirnar voru gerðar síðla árs 1999. Í hópi fyrstu landavoru m.a. Kanada, Írland og Eistland. Frá úttektinni hér á landi var m.a. greintí ársskýrslu Seðlabankans fyrir árið 2000.

Við gerð skýrslunnar var farið yfir lög og reglur um fjármagnsmarkaðinn,þ.m.t. um Seðlabanka Íslands, og fyrirkomulag eftirlits með starfsemifjármálastofnana. Metið var að hve miklu leyti peningastefnan og eftirlit meðstarfsemi fjármálastofnana uppfylla reglur um gagnsæi sem settar hafa verið afhálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og farið yfir þjóðhagslegar aðstæður með tillititil fjármálastöðugleika.

Meginniðurstöður skýrslnanna sem birtar voru í gær eru hinar sömu og í lokheimsóknar sendinefndar sjóðsins hingað til lands í janúar sl., sbr. fréttSeðlabanka Íslands nr. 3/2001, 23. janúar 2001. Allar skýrslurnar voru ræddar íframkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins snemma í maí. Í kjölfar þess (24.maí) gaf sjóðurinn út frétt um niðurstöður þeirra sem m.a. var greint frá ífjölmiðlum hér á landi.

Sem fyrr segir eru skýrslurnar á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (www.imf.org).

Nánari upplýsingar veita Birgir Ísl. Gunnarsson formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands og Ingimundur Friðriksson aðstoðarbankastjóri í síma569-9600.

Nr. 22/2001

13. júní 2001