Endurskoðun ágengisskráningarvog krónunnar
Seðlabanki Íslands hefur endurskoðaðgengisskráningarvog krónunnar í ljósiutanríkisviðskipta ársins 2000. Slík endurskoðunfór síðast fram í júlí árið2000. Meðfylgjandi tafla sýnir nýju vogina og breytingarfrá fyrri vog. Nýja vogin tekur gildi eftir gengisskráninguá morgun 6. júlí 2001 og verður notuð viðútreikning gengisvísitölunnar þar til næstaendurskoðun fer fram um svipað leyti aðári.
Gengisskráningarvogin er endurskoðuðárlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskiptaárið áður. Markmiðið er að húnendurspegli ætíð eins vel og kostur er samsetninguutanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæðivöru- og þjónustuviðskipta. Áhersla erlögð á að hér er aðeins um að ræðatæknilega breytingu á þeirri gengisvog sem notuð ervið daglegan útreikning á gengi krónunnar og felur ekkií sér breytingu á stefnu Seðlabankans. Helstubreytingar frá fyrri vog eru að vægi Bandaríkjadalseykst um 1,7% og vægi norsku krónunnar lækkar um 1,5%.Aukið vægi Bandaríkjadals skýrist af auknu vægihans í þjónustuviðskiptum svo og auknu vægiþjónustuviðskipta í utanríkisviðskiptum.Vægi Bandaríkjadals í gengisskráningarvogkrónunnar hefur af þessum sökum aukist jafnt ogþétt á síðustu árum. Árið 1997var það 22,4% en er í ár 27,0%. Minna vægi norskukrónunnar skýrist að stórum hluta af minnivöruinnflutningi frá Noregi. Þó drógustönnur viðskipti við Noreg einnig saman á árinu2000.
Nánariupplýsingar veitir Arnór Sighvatsson, deildarstjóriá hagfræðisviði Seðlabanka Íslands, ísíma 5699600.