Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 29,7 milljarða krónaviðskiptahalli við útlönd á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 32,3milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Á föstu gengi1 var hallinn þó um 8milljörðum króna minni í ár en í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi nam hallinn 11,6milljörðum króna samanborið við 20 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Þávar innflutningur á flugvélum um 4 milljörðum króna meiri en í ár. Á fyrriárshelmingi í heild raskar inn- og útflutningur skipa og flugvéla2 ekki að markisamanburði talna á milli ára. Útflutningur vöru og þjónustu jókst á fyrriárshelmingi um 10% frá sama tíma í fyrra en innflutningur minnkaði um 1,5%reiknað á föstu gengi. Hallinn á þáttatekjum (laun, vextir og arður affjárfestingu) og rekstrarframlögum nettó jókst mikið frá fyrra ári, sérstaklegavegna vaxtagreiðslna af ört vaxandi erlendum skuldum, og nam hann 16,9milljörðum króna á fyrri árshelmingi 2001.
Hreint fjárinnstreymi mældist 26,7 milljarðar króna á fyrri árshelmingi 2001og skýrist af erlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu í útlöndum. Af öðrum liðumfjármagnsjafnaðar má nefna að fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa nam5,9 milljörðum króna sem er mun minna en í fyrra. Bein fjárfesting Íslendinga ífyrirtækjum erlendis var aftur á móti nokkru meiri á fyrri hluta ársins og nam9,9 milljörðum króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 35,8 milljörðum króna íjúnílok og hafði vaxið í krónum talið frá ársbyrjun vegna gengislækkunarkrónunnar þrátt fyrir að bankinn hefði gengið á forðann um 4,9 milljarða króna átímabilinu.
Erlendar skuldir þjóðarinnar námu 592 milljörðum króna umfram erlendar eignirí lok júní sl. Hrein skuldastaða versnaði um 97 milljarða króna á öðrumársfjórðungi vegna viðskiptahalla en þó mest vegna gengislækkunar krónunnar.Meðfylgjandi yfirlit sýna ítarlegri upplýsingar um greiðslujöfnuðinn við útlöndog erlenda stöðu þjóðarbúsins.
Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson deildarstjóri á tölfræðisviðiSeðlabankans í síma 569-9600.
1) Viðskiptavegin gengisvísitala er 17,6% hærri á fyrra árshelmingi 2001en á sama tímabili í fyrra.
2) Sundurliðun vöruskiptajafnaðar er að finna íheimildum Hagstofu Íslands.
Nr. 32/2001
6. september 2001