Meginmál

Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 6. september 2001 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands í lokágúst 2001 og til samanburðar í lok desember 2000 ásamt breytingum í ágúst 2001og frá ársbyrjun 2001.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 2,1 milljarðkróna í ágúst og nam 36,4 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 370milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Gengi íslensku krónunnar, mæltmeð vísitölu gengisskráningar, lækkaði um 0,9% í mánuðinum. Erlend skammtímalánbankans lækkuðu um 1,4 milljarða króna í mánuðinum og námu 26,9 milljörðum krónaí ágústlok.

Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 5,1 milljarði króna í ágústlokmiðað við markaðsverð. Markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs í eigu bankans námu 2,1milljarði króna.

Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir hækkuðu um 0,5 milljarða króna í ágústog námu 41,1 milljarði króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanirhækkuðu um 0,4 milljarða króna í mánuðinum og voru 24,1 milljarður króna í lokmánaðarins.

Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir lækkuðu um 2,2 milljarðakróna í ágúst og voru neikvæðar um 11 milljarða króna í lok mánaðarins, þ.e.nettóinnstæður ríkissjóðs námu 11 milljörðum króna.

Grunnfé bankans hækkaði í ágústmánuði um 2,6 milljarða króna og nam 32,6milljörðum króna í lok mánaðarins.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Erla Árnadóttiraðalbókari í síma 569-9600.

Nr. 31/2001

6. september 2001