Fara beint í Meginmál

Seðlabankinn birtir hagvísa á vef sínum20. september 2001

Seðlabanki Íslands hefur um alllangt skeið tekið saman safnhelstu hagvísa af innlendum og erlendum vettvangi með nánast mánaðarlegumillibili, ásamt stuttu yfirliti um þróun þeirra. Samantektin hefur veriðþáttur í þeirri greiningu sem liggur að baki mati bankans á ástandi og horfum íefnahagsmálum. Hagvísarnir hafa til þessa einkum verið nýttir innan bankans.Héðan í frá mun Seðlabankinn hins vegar birta þetta safn hagvísa opinberlega áheimasíðu sinni undir heitinu Hagvísar Seðlabanka Íslands. Septemberútgáfa Hagvísa Seðlabanka Íslands hefur núverið birt á heimasíðu bankans. Til áramóta munu Hagvísar Seðlabanka Íslandsverða birtir á heimasíðu bankans eftir kl. 16 eftirtalda daga:

Fimmtudaginn 25. október

Fimmtudaginn 22. nóvember

Fimmtudaginn 20. desember.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson, aðalhagfræðingurSeðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 34/2001

19. september 2001