Meginmál

Greiðslujöfnuðurinn við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins; janúar-september 2001

ATH: Þessi grein er frá 30. nóvember 2001 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

  Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslandsvar 37,1 milljarða króna viðskiptahalli við útlönd á fyrstu níu mánuðum ársinssamanborið við 43,8 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Á föstu gengi1var hallinn þó rúmlega 15 milljörðum króna minni í ár en í fyrra sem er verulegbreyting til hins betra. Á þriðja ársfjórðungi nam hallinn 6,7 milljörðum krónaen var 11,5 milljarðar króna á sama fjórðungi í fyrra. Útflutningur vöru ogþjónustu jókst á fyrstu níu mánuðum ársins um 7,3% frá fyrra ári eninnflutningur minnkaði um 3,4%, hvort tveggja reiknað á föstu gengi. Hallinn áþáttatekjum (laun, vextir og arður af fjárfestingu) og hreinum rekstrarframlögumnam 24 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og jókst mikið frá fyrra árivegna vaxtagreiðslna af vaxandi erlendum skuldum þjóðarinnar.

Hreint fjárinnstreymi mældist 31,9 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðumársins og skýrist af erlendum lántökum sem aðallega voru bankalán en útgáfaskuldabréfa á erlendum lánamörkuðum minnkaði. Af öðrum liðum fjármagnsjafnaðarmá nefna að fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa nam 5,9 milljörðum krónasem er umtalsvert minna en í fyrra. Bein fjárfesting Íslendinga í fyrirtækjumerlendis var aftur á móti nokkru meiri en í fyrra og nam 14,6 milljörðum króna áfyrstu níu mánuðum ársins. Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði um 2,6 milljarðakróna á fyrstu níu mánuðum ársins og nam 37,9 milljörðum króna í lok septembersl.

* Reiknað á meðalgengi janúar-september 2001

Erlendar skuldir þjóðarinnar námu 606 milljörðum króna umframerlendar eignir í lok september sl. Hrein skuldastaða versnaði um 160 milljarðakróna á fyrstu níu mánuðum ársins vegna viðskiptahallans og gengislækkunarkrónunnar. Meðfylgjandi yfirlit sýna ítarlegri upplýsingar um greiðslujöfnuðinnvið útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins.

Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson deildarstjóri átölfræðisviði Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

__________________________

1Viðskiptavegin gengisvísitala var19,3% hærri í janúar-september 2001 en á sama tímabili í fyrra.

1) Breytingin er reiknuð á föstu gengi m.v. meðalgengisvísitölukrónunnar.

2) Neikvætt formerki táknar fjárútstreymi vegna eignaaukningareða skuldalækkunar.

*) Bráðabirgðatölur.

1) Skuldastaða í árslok er reiknuð ámeðalgengi ársins til samræmis við verga landsframleiðslu en staða í lokársfjórðunga 2001 er miðuð við áætlaða landsframleiðslu ársins.

2) Erlendarskuldir að frádregnum eignum, án áhættufjármagns (bein fjárfesting oghlutafé).

3) Verg skuldastaða án áhættufjármagns.

   Nr. 41/2001

30. nóvember 2001