Í samræmi við lög um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum nr. 90/1999 ogreglur um aðgang að uppgjörsreikningum í Seðlabanka Íslands nr. 951/2000,starfrækir Seðlabanki Íslands stórgreiðslukerfi vegna greiðslufyrirmæla sem núeru að fjárhæð 100 milljónir króna eða hærri. Fjölgreiðslumiðlun hf. starfrækirfjölgreiðslukerfi vegna greiðslufyrirmæla sem nú eru allt að 100 milljónumkróna.
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur í samráði við stjórnFjölgreiðslumiðlunar hf. ákveðið að lágmarksfjárhæð greiðslufyrirmæla semafgreidd eru í stórgreiðslukerfi Seðlabankans verði lækkuð úr 100 milljónumkróna í 25 milljónir króna.
Fyrirmæli um greiðslu sem eru 25 milljónir króna eða hærri verða því frá þeimdegi afgreidd í stórgreiðslukerfi Seðlabankans. Fyrirmæli um greiðslu allt að 25milljónum króna verða afgreidd í greiðslukerfi Fjölgreiðslumiðlunar hf. Breytingþessi tekur gildi 15. desember 2001.
Ákvörðun þessi er liður í þróun íslenskra greiðslukerfa. Hún mun að svostöddu ekki hafa áhrif á hvenær hægt er að inna stórgreiðslur af hendi. Í byrjunárs 2002 má vænta ákvarðana um breytingar í þeim efnum. Að öðru leyti er vísaðtil umfjöllunar um þróun greiðslukerfa og uppgjörskerfa sem birtist íPeningamálum Seðlabanka Íslands, 9. hefti, nóvember 2001. Greinin ber heitiðþróun greiðslu- og uppgjörskerfa.
Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Ásgeirsson staðgengillframkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðlabanka Íslands í síma 569-9642.
Nr. 43/2001
13. desember2001