Meginmál

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins 2001

ATH: Þessi grein er frá 7. mars 2002 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands varviðskiptahallinn 33,0 milljarðar króna á árinu 2001 samanborið við 67,5milljarða króna halla árið áður. Á föstu gengi  var hallinn 48 milljörðumkróna minni en á fyrra ári. Á fjórða ársfjórðungi var 4,8 milljarða krónaafgangur á viðskiptum við útlönd. Síðast var viðskiptaafgangur á fyrstaársfjórðungi 1996 og leita þarf allt aftur til ársins 1993 til að finna áðurafgang á fjórða ársfjórðungi. Minni viðskiptahalli stafar af hagstæðari vöru- ogþjónustuviðskiptum við útlönd en jöfnuður þáttatekna var talsvert lakari á árinu2001 vegna aukinna vaxtagreiðslna af erlendum skuldum. Á fjórða ársfjórðungi erþó farið að gæta vaxtalækkana á erlendum lánamörkuðum. Ennfremur mældist arðuraf beinni fjárfestingu umtalsvert hærri en áður, einkum sá hluti sem fram kemursem endurfjárfesting hagnaðar. Viðskiptahallinn árið 2001 er mun minni en spáðvar í desember sl. og er frávikið mest á vöruviðskiptum við útlönd.

Fjármagnsjöfnuður við útlönd var jákvæður um 45,8 milljarða króna á árinu2001.  Erlendar lántökur og skuldabréfaútgáfur nettó, námu samtals 67,4milljörðum króna. Fjárinnstreymi vegna beinna fjárfestinga erlendra aðila áÍslandi jókst nokkuð frá fyrr ári og nam 16,9 milljörðum króna. Dregið hefur úrkaupum á erlendum verðbréfum en samtals nam fjárútstreymi vegna þeirra og beinnafjárfestinga í atvinnurekstri erlendis 34,7 milljörðum króna á árinu 2001 miðaðvið 79,6 milljarða króna fjárfestingu árið áður. Annað fjárútstreymi, einkumútlán lánastofnana til erlendra aðila, jókst á árinu 2001. GjaldeyrisforðiSeðlabankans minnkaði um 4,4 milljarða króna á árinu 2001 en á sama tímaendurgreiddi bankinn erlend skammtímalán svo hrein gjaldeyrisstaða bankansbatnaði um 1,4 milljarða króna.

Taflan sýnir samandregið yfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd. Ítarlegarupplýsingar um greiðslujöfnuðinn og erlenda stöðu þjóðarbúsins er að finna ímeðfylgjandi yfirlitum og einnig í Hagtölum Seðlabankans á heimasíðunni

Hrein erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um 610 milljarð króna í árslok2001 og hefur hækkað um 36% frá árslokum 2000 er hún var 448 milljarðar króna.Hækkunin endurspeglar viðskiptahallann, gengislækkun íslensku krónunnar oglækkun á markaðsvirði erlendra verðbréfaeignar á árinu 2001. Erlendar eignirnámu samtals um 387 milljörðum króna í árslok 2001. Þar af var erlendverðbréfaeign um 201 milljarður króna og gjaldeyrisforði Seðlabankans 36,6milljarði króna. Erlendar skuldir þjóðarinnar námu 997 milljörðum króna semsamsvarar 119,4% áætlaðrar landsframleiðslu ársins en hrein erlend staðaþjóðarbúsins er neikvæð um 78,6% vergrar landsframleiðslu samanborið við 62,7% íárslok 2000 og 48,9% 1999.

Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson deildarstjóri á tölfræðisviðiSeðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 7/2002

7. mars 2002