Meginmál

Seðlabanki Íslands lækkar vexti

ATH: Þessi grein er frá 26. mars 2002 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka ávöxtun í endurhverfumviðskiptum bankans við lánastofnanir um 0,5 prósentur frá næsta uppboði áendurhverfum samningum sem haldið verður 2. apríl n.k. Vextir á innstæðumlánastofnana í Seðlabankanum lækka um 0,5 prósentur frá og með 1. apríl n.k. endaglánavextir verða óbreyttir.

Eins og fram kom í ársfjórðungsriti Seðlabankans Peningamálum í febrúar sl.taldi bankinn á þeim tíma að í ljósi aðstæðna væri ekki tilefni til að lækkavexti að sinni. Forsendur gætu hins vegar breyst tiltölulega hratt og þar myndiþróun gengis og verðlags á næstu mánuðum hafa mikið að segja. Gengi krónunnarhefur styrkst um 2,3% frá 21. janúar þegar festar voru forsendurverðbólguspárinnar sem birt var í febrúarbyrjun. Þá benda tvær síðustuverðmælingar til fremur lítillar undirliggjandi verðbólgu það sem af er ári. Þaðstafar þó að hluta af sérstöku átaki til að halda aftur af verðlagshækkunum semóvíst er hvaða langtímaáhrif hefur á verðbólgu. Auk þess má búast við aðgengislækkun síðustu missera eigi enn eftir að hafa einhver áhrif áverðlagsþróun ef gengi krónunnar styrkist ekki enn frekar. Í ljósi þróunarsíðustu vikna verður eigi að síður að telja að líkur hafi vaxið á aðverðbólguspá bankans fyrir árið í ár gangi eftir.

Hagvísar Seðlabanka Íslands sem birtir voru seint í síðustu viku staðfestaeinnig að spenna á vinnumarkaði hefur hjaðnað nokkuð. Auk þess eru vísbendingarum að áfram dragi úr vexti útlána innlánsstofnana. Þá sýna nýjustu upplýsingarÞjóðhagsstofnunar að góðar horfur eru á að framleiðsluspenna hverfi þegar líðurá árið. Þessi þróun var í meginatriðum fyrirséð þegar bankinn kynnti síðustuverðbólguspá sína, en samkvæmt henni voru ekki horfur á að verðbólgumarkmiðbankans næðist á árinu 2003. Hækkun gengisins að undanförnu og tiltölulegahagstæð verðlagsþróun síðustu tvo mánuði auka hins vegar að öllu öðru óbreyttulíkurnar á að verðbólgumarkmiðið náist einnig. Seðlabankinn kynnir nýjaverðbólguspá í byrjun maí.

Þrátt fyrir 0,5 prósentu vaxtalækkun nú eru raunvextir Seðlabankans enn háirmiðað við þá verðbólgu sem spáð er. Aðhaldsstig peningastefnunnar er því áframmikið. Bankinn telur mikilvægt að svo verði enn um hríð til að tryggja aðverðbólgumarkmiðið náist. Í ljósi þess að verðbólga hefur að undanförnu veriðlangt umfram það sem ásættanlegt er verður peningastefnan að miða fyrst ogfremst að því að ná verðbólgu niður.

Í ræðusinni á ársfundi bankans í dag skýrði formaður bankastjórnar greiningu bankans áþróun, stöðu og horfum í efnahags- og peningamálum sem bankastjórn lagði meðalannars til grundvallar við ákvörðun sína í dag.

Nánari upplýsingar veitirBirgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands í síma569-9600.

Frétt nr. 10/2002

26. mars 2002