Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækkaávöxtun í endurhverfum viðskiptum bankans við lánastofnanir um 0,3 prósentur fránæsta uppboði á endurhverfum verðbréfasamningum sem haldið verður þriðjudaginn7. maí n.k. Aðrir vextir Seðlabankans verða einnig lækkaðir um 0,3 prósentur frá1. maí n.k.
Þriðjudaginn 7. maí n.k. gefur Seðlabanki Íslands út ársfjórðungsrit sittPeningamál. Í því birtist ný verðbólguspá til rúmlega tveggja ára og ítarleggreining á stöðu og horfum í efnahags- og peningamálum. Verðbólguspáin oggreining bankans liggja nú fyrir í megindráttum. Horfur eru nú á að markmiðinuum 2½% verðbólgu verði náð fyrir lok árs 2003, eins og að var stefnt ísameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans frá 27. mars 2001,og að verðbólga verði undir markmiðinu á fyrsta fjórðungi 2004 að óbreyttripeningastefnu. Þá benda flestir nýjustu hagvísar til að samdráttur eftirspurnará vöru- og vinnumarkaði ágerist um þessar mundir. Um nánari rökstuðning að bakivaxtalækkuninni vísast til væntanlegra Peningamála.
Nr. 14/2002
30. apríl 2002