Meginmál

Lánshæfismat íslenska ríkisins óbreytt, horfur um matið enn neikvæðar

ATH: Þessi grein er frá 3. maí 2002 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Matsfyrirtækið Standard og Poor's tilkynnti í dag að þaðhefði staðfest óbreytt lánshæfismat fyrir íslenska ríkið, þar með talið A+/A-1+fyrir einkunnir í erlendri mynt [langtíma og skammtíma]. Í matinu vegast á getantil að bregðast við efnahagsaðstæðum og ytra ójafnvægi. Horfur umlangtímaeinkunnir í erlendri mynt eru áfram neikvæðar.

Snöggur viðsnúningur í utanríkisviðskiptum árið 2001 án samdráttarundirstrikaði aðlögunarhæfni íslensks efnahagslífs. Ríkisstjórnin hefur einnignáð miklum árangri í fjármálum ríkisjóðs og er reiknað með að hún haldi áfram áþeirri braut eftir smávægilegt hik Engu að síður setja erlend skuldahlutföllmatinu skorður en þau hafa hækkað hratt upp að mörkum sem óvenjuleg eru hjálöndum með svipað lánshæfismat.

Þrátt fyrir meiri minnkun viðskiptahalla en búist var við er gert ráð fyrirað hreinar erlendar skuldir nemi 246% af útflutningstekjum árið 2002 og minnkieinungis lítilsháttar í 223% árið 2005 þar sem tekjur af einkavæðingu verðaminni en til stóð. Lækkun hlutfallanna getur orðið minni ef hrein erlendfjárfesting vex aftur eftir mikla lækkun árið 2001. Neikvæð erlend staðalandsins gæti batnað ef erlendir hlutabréfamarkaðir styrkjast þar semhlutabréfaeign erlendis er umtalsverð.

Áætlað er að hreinar erlendar skuldir hins opinbera hækki í 56% afútflutningstekjum árið 2002 vegna lánastefnu þar sem erlendar skuldir voruauknar í stað innlendra samhliða inngreiðslu erlends fjár inn í Seðlabankann.Búist er við erlendar skammtímaskuldir ríkissjóðs lækki eftir að hafa vaxið aðundanförnu.

Gjaldeyrisvarasjóðurinn er rýr og nemur aðeins um 12% af erlendri fjárþörfársins 2002. Hröð stækkun gjaldeyrisforðans er ólíkleg og erlend lausafjárstaðaverður erfið næstu árin.

Þorri erlendrar skuldasöfnunar að undanförnu hefur verið á vegumeinkageirans, sérstaklega viðskiptabankanna. Um er að ræða lán til tiltölulegaskamms tíma sem leiðir til aukinnar árlegrar fjárþarfar í framtíðinni. Viðnúverandi samdráttaraðstæður gæti eigið fé bankanna verið of lítið í samhengivið þá áhættu sem þeir hafa tekið. Hagnaður bankanna jókst á síðasta ári enþrengri lánsfjármarkaður gæti aukið áhættu bankanna sem eru að talsverðum hlutaí ríkiseign. Afleiðingin af þessu er sú að meiri fremur en minni hætta er talinsteðja að stöðugleika efnahagslífsins og endurspeglast það í horfunum fyrirmatið.

Þegar horft er fram á veginn gæti minni þörf fyrir erlenda fjármögnun en núer reiknað með eða vöxtur í beinni erlendri fjárfestingu styrkt lánshæfismatlandsins. Aftur á móti gæti endurnýjað flæði fjármagns úr landi tilfjárfestingar leitt til aukins þrýstings niður á við fyrir lánshæfismatið. Samamyndi gilda um versnandi rekstrarvísbendingar fyrir bankakerfið eða lítinnárangur í að bæta erlenda lausafjárstöðu og draga úr erlendri fjárþörf.

Nánari upplýsingar veita Birgir Ísl. Gunnarsson formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands og Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs bankansí síma 569-9600.

Nr. 15/2002

3. maí 2002