Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands í lokjúlí 2002 og til samanburðar í lok desember 2001 ásamt breytingum í júlí 2002 ogfrá ársbyrjun 2002.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 1,1 milljarðkróna í júlí og nam 36,4 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 427milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Erlend skammtímalán bankanshækkuðu um 4,7 milljarða króna í mánuðinum og námu 20 milljörðum króna í lokhans. Þessar breytingar má rekja til lánahreyfinga ríkissjóðs og lækkunará inneign ríkissjóðs á gjaldeyrisreikningum. Gengi íslensku krónunnarstyrktist í mánuðinum um 1,9% og hefur þar með styrkst um tæp 12% frááramótum.
Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 4,7 milljörðum króna íjúlílok miðað við markaðsverð. Þar af námu markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs 1,7milljarði króna.
Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir drógust samanum 0,3 milljarða króna í júlí og námu 83,1 milljarði króna í lokmánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir breyttust lítið í mánuðinumog námu 5,6 milljörðum króna í mánaðarlok.
Nettókröfur bankans áríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 1,8 milljarða króna í júlí og voruneikvæðar um 27,5 milljarða króna í lok mánaðarins, þ.e. nettóinnstæðurríkissjóðs námu 27,5 milljörðum króna.
Grunnfé bankans dróst saman um1,1 milljarð króna í júlí og nam það 38,8 milljörðum króna í mánaðarlok.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Erla Árnadóttiraðalbókari í síma 569-9600.
Nr. 27/2002
7. ágúst 2002